top of page

REK VIÐ FLUGUKAST

  • Writer: Jonas Magnusson
    Jonas Magnusson
  • Sep 16
  • 3 min read

Kannt þú að reka?


Þú kannt það sennilega ekki. Ef þú veist ekki hvað ég er að fara þá kanntu það örugglega ekki. Kastkennarar hitta afar fáa „náttúrulega“ kastara sem nota rek og því þarf að kenna það.

Spyrja má „hvers vegna ætti ég að læra rek og hvernig áhrif hefur það á mitt kast?“. Nú, þegar þú kemst að því að allir bestu kastararnir reka og allir keppniskastarar (e. distance casters) verða að reka þá vaknar ef til vill áhugi þinn.


FFI (Fly Fishers International https://www.flyfishersinternational.org/ ) skilgreinir kasthugtök eins og t.d. rek, drag og skrið (https://www.everyjonahhasawhale.com/post/kast-skilgreiningar )


———————————————————————————————————————

Rek – er snúningur stangar og/eða handarfærsla í pásunni í sömu átt og kastið er. Tvenns konar rek eru notuð, snúningsrek (stöngin snýst) og færslurek (hendin færist). Einfaldast er að taka drag með (e. drag) þar sem við notum bæði rek og drag í sama kastinu sé kastað langt. Eftir að ég lærði að reka þá geri ég það eiginlega alltaf. Það er ekki alveg nauðsynlegt fyrir stutt köst en algerlega við löng köst.


ree

Hvernig notum við okkur rek? Eftir stoppið í bakkasti (og/eða framkasti – munið köstin eru samhverf) þá má snúa/velta stönginni ögn í kaststefnuna þ.e.a.s. snúningsrek. Stöðubreyting handarinnar er kallað færslurek (e. translational drift).


ree

Þegar slaki er í línunni í byrjun kasts (mynd1) þá fer stór hluti kastbogans í að eyða slaka (mynd 2). Nú er kastboginn mun minni og kastið mun verra. Línan hreyfist ekkert  áfram fyrr en hún er bein.


ree

Hvers vegna er rek eftirsóknarvert og hvernig rekum við? Það er gagnlegt til að minnka slaka og þannig slétta út kastið og það gerir kastið skilvirkara. Við bakkast má gera ráð fyrir einhverjum slaka sérlega við löng köst. Eftir stoppið í bakkastinu þá færum við stangartoppinn aftur (mynd 3).


ree

Síðan færum við stangartoppinn fram á ný og eyðum slakanum áður en framkastið hefst (mynd 4). Það þýðir að að línan verður bein við byrjun kaststrokunnar (e. casting stroke). Nú höfum við mun stærri kastboga og þannig möguleika á lengra og nákvæmara kasti.

ree

Keppniskastarar í löngum köstum snúa/velta stönginni í lárétta stöðu sem er hámarks snúningsrek. Síðan færa þeir hendina beint aftur í lárétta stöðu og það er hámarks færslurek (sjá fyrri mynd fyrir neðan). Ómögulegt er að kasta í þeirri stöðu. Næstu tvær hreyfingar eyða slaka, sem er eitur fyrir löng köst, og setja upp framkastið. Fyrst er stöngin dregin fram að um það bil öxl. Samtímis er stangartoppnum snúið upp og nú er sviðið sett fyrir framkast (sjá seinni mynd fyrir neðan).

Snúningsrek og færslurek
Snúningsrek og færslurek

Slaki

Þegar 60-80 fetum er haldið á lofti er óhjákvæmilegt að einhver slaki verði í bakkastinu, sem þarf að fjarlægja áður en framkastið hefst. Bestu kastararnir, þegar þeir tvítoga (e. double haul) og kasta langt, munu reka aftur og síðan draga milli kaststrokanna til að fjarlægja eins mikinn slaka og mögulegt er. Þetta eykur skilvirkni næsta kasts að mun og slaki er lágmarkaður þegar kaststrokan/togið byrjar. Við bæði rekum og drögum í fram- og bakkasti. Það leyfir okkur að hafa lengri línu úti en aðeins ef notað í báðar áttir.  Það „carry“ sem er styttra ræður lengd kastsins.


Skrið

Rek kemur í veg fyrir skrið. Það er einfaldara að hreyfa ekki stöngina í pásunni. Það reynist erfiðara að kenna rek til að leiðrétta skrið. Af einhverri ástæðu reynist erfitt fyrir flesta að reka í kaststefnuna eftir stoppið.

Comments


© 2023 by Every Jonah Has a Whale. Proudly created with Wix

bottom of page