top of page

Kast skilgreiningar

  • Writer: Jonas Magnusson
    Jonas Magnusson
  • Jul 24
  • 1 min read

Updated: Jul 30

False Albacore
False Albacore

Fly Fishers International hefur skilgreint kasthugtök. Ég hef með hjálp prófessors Eiríks Steingrímssonar snarað þessu á íslensku.




Flugukast – það að kasta flugulínu með flugustöng


1) Kaststroka

1. Hreyfing stangar nægjanleg til að bugur myndist.

2. Stangarfærsla og/eða snúningur (átt við „rotation“handarinnar) við flugukast nægjanleg til að mynda bug.

Kaststroka
Kaststroka

2) Kastbogi

Breytingin á horni flugustangarinnar við kast strokuna.

Kastbogi
Kastbogi

3) Lengd kaststroku

Lengd færslu handar við kaststroku.

Lengd kaststroku
Lengd kaststroku

4) Skrið

Snúningur á stöng í pásunni í kaststefnu næsta kasts.

Skrið
Skrið

5) Drag

Færsla handar í pásunni í kaststefnu næsta kasts.

Drag
Drag

6) Rek

Snúningur stangar og/eða handar færsla í pásunni í sömu átt og kastið er. Rek er snúningsrek og/eða færslurek.

Rek
Rek

7) Vipp  (e. mend)

breyting á legu flugulínunnar eftir að bugur    myndast.

Loft vipp  áður en línan lendir á vatni.

Vatns vipp – eftir að línan lendir á vatni. (Bubbi stakk upp á þessu orði held ég)


8) Eintog – að toga í línuna með línuhendi við flugukast.

    Tvítog – að toga í línuna við framkast og bakkast.


9) Svigkast

Loka kast þegar línan og /eða taumurinn lenda í sviga,   vegna stangar hreyfingar fyrir bugmyndun.


10) Pása

Tíminn sem líður á milli kast strokna


11). Stélbugur (e. tailing loop)

Bugur sem myndast við íhvolfa leið stangartoppsins þegar efri leggurinn (fluguleggurinn) tekur dýfu að og krossar neðri leggin á flugulínunni (stangar legginn).

Stélbugur
Stélbugur

12) Sligaður bugur (e. trailing loop)

Beinn eða uppávið sveigður fluguleggur sem fellur undir stangarlegginn vegna aðdráttarafls.

Trailing loop
Trailing loop



Comments


© 2023 by Every Jonah Has a Whale. Proudly created with Wix

bottom of page