top of page

Um bókina

 

Efra svæði Laxár er gríðarlega umfangsmikið og fjölbreytt og það tók tíman sinn að fá yfirlit yfir þann hluta árinnar. Leiðsögnin byggir á áratuga reynslu okkar af veiðum á svæðinu en Kolbeini Grímsson kynnti okkur fyrir ánni. Kolbeinn lá ekki á sinni þekkingu og því ber okkur að miðla því sem hann kenndi okkur og það sem við höfum lært síðan.Svæðið skiftist í átta hluta. Arnarvatn, Brettingsstaði, Geirastaði, Geldingey, Hamar, Helluvað, Hofstaðaeyju og Hofstaði. Umfangi hvers veiðisvæðis er lýst og fjöldi loftmynda fylgir hverju svæði. Örnefni og veiðistaðir eru merktir inn á myndirnar. Veiðistaðir eru tilgreindir og hvernig aðstæður eru og vaðleiðir.

Um bókina

 

Þegar ég byrjaði að veiða á flugu var internetið ekki til. Fróðleikur fannst í bókum og tímaritum. Nú má segja að aðgangur að fróðleik sé nær ótakmarkaður. Það getur því reynst snúið fyrir byrjendur að finna áreiðanlegar upplýsingar. Ég hef „Certified Casting Instructor“ réttindi frá „Fly Fishers International“ sem er staðlað prógram notað um allan heim. Ég ákvað að setja saman einfalda rafbók um fluguveiði fyrir byrjendur og lengra komna. Bókin er átta kaflar og byrjar á önglum síðan er fjallað um flugur, tauma og taumefni, hnúta, flugulínur og undirlínur, hjól, stangir. Í bókinni er hvorki fjallað um hvernig á að kasta né handtök við veiðar enda lærist það ekki af bók. Ég hef aflað mér þekkingar víðs vegar, sem ég reyni að miðla hér. Ég hef reynslu af fluguveiði, fyrst ferskvatnsveiði á Íslandi, en síðan frá Texas, Bahamas og Florida þar sem ég bý nú, sem mest er saltvatnsveiði.Nöfn ýmissa fiska, sem ég nefni til leiks, eru ekki til á íslensku svo ég viti. Mér er ekki kunnugt um íslenskt íðorðasafn fyrir fluguveiðar.

An Apple Book 

 

Fly fishing knowledge used to be limited to books and magazines, but now access to information is vast. This can be overwhelming for beginners. As a Certified Casting Instructor from Fly Fishers International, I’ve created an eight-chapter e-book covering hooks, flies, leaders, tippet, knots, fly lines, backing, reels, rods, and how to fish rivers and lakes. I don’t cover casting or hand movements, as they’re difficult to learn from books. My experience includes river and lake fishing in Iceland, salt water fishing in Texas, the Bahamas, and Florida. 

Guide to Laxá in Mývatnssveit
Fluguveiðar fyrir byrjendur og lengra komna
Flyfishing for beginners

© 2023 by Every Jonah Has a Whale. Proudly created with Wix

bottom of page