VIÐBRAGÐSSTAÐA Í BÁT
- Jonas Magnusson
- Jan 15
- 2 min read
Ég var nýlega að elta „bonefish“ á suður Andros í Bahamas eyjunum. Megan Nellen var í stafni. Hún er nýlega byrjuð að veiða „bonefish“. Hún er áhugasöm og leitar þekkingar. Þegar hún var í stafni og reiðubúin að kasta á fisk þá tók ég eftir því að ýmsu var ábótavant þó vissulega væri sumt jákvætt lika.
Við vorum að veiða frá „Mars Bay lodge“ (https://www.androsbonefish.com/welcome.html).

Ég gaf henni nokkur ráð og hún landaði síðan þessum fiski.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Ég fór að brjóta heilann – hvað er viðbragðstaðan í raun og veru? Ég hef vanið mig á að brjóta niður vandann í einingar þ.e.a.s. einfalda málið. Eftir nokkra umhugsun þá vil ég leggja fram málið á þennan hátt...
1. Lengd flugulínunnar utan topplykkju þarf að vera nægjanleg til að hlaða stöngina hratt en ekki svo löng að hún lendi við utanborðsmótorinn eða stjakann sem gædinn heldur. Ef línan getur flækst þá mun hún gera það. Kastarinn þarf eins langa línu úti og mögulegt er án þess að flækjast fyrir - það styttir tíman í fyrsta kast.

Það þarf að hafa stjórn á flugunni með því að halda í öngulbuginn (eða í tauminn við fluguna).
Línuhendin þarf að hafa stjórn á flugulínunni.
4. Auka lína sem má skjóta þarf að vera til reiðu.
Hvaða aðferð sem uppfyllir 1-4 er nothæf. Það má halda flugunni með hvorri hendi sem er. Nokkrar aðferðir fá umfjöllun á netinu - sumar góðar aðrar ekki.
Aðferðin sem ég nota tel ég einfaldasta. Ég hef u.þ.b. – 15 fet af línu utan topplykkju stangarinnar – held flugubuginum með vísifingri og þumli hægri handar – vinstri hendi heldur í línuna u.þ.b. tvö fet frá „stripping guide“. Þegar fyrirmæli um kast kemur þá skal byrja með bakkast gagnstætt fiskinum og samtímis sleppa flugunni. Fyrir köst innan 35 feta þá hef ég næga lengd (lína 15 fet + 9 feta stöng + 9 feta taum =33 fet) og þarf ekki að sleppa línu út í bakkasti (e. slip line). Ef ég þarf meiri lengd þá tek ég eitt framkast og síðan bakkast og sleppi línu í báðar áttir og síðan sendi ég línuna út.
Línu staflinn. Milli línuhandarinnar og hjólsins þarf að vera viðbótarlína stöfluð rétt og tilbúin til notkunar sé hennar þörf. Þegar þessari línu er skotið þá þarf línan að byrja að fara út frá toppi staflans en alls ekki frá botni.
Dragðu út línu sem þú getur kastað og settu í „cockpit“ bátsins. Lína sem þú ekki getur kastað getur flækst að óþörfu svo hún á að vera á hjólinu. Núna er staflinn öfugur - línan sem fyrst hreyfist er neðst sem er rangt. Kastaðu nú allri línunni út og staflaðu henni og nú er rétt staflað og þú ert tilbúinn.








Comments