TAUMURINN LEGGST EKKI ÚT
- Jonas Magnusson
- 5 days ago
- 3 min read
(e. not turning over)

Einn nemenda minna byrjandi, sem kastaði bara nokkuð vel, fór í dagsferð á bát með leiðsögumanni (e. guide). Það var auðvitað vindur og bátur veltur alltaf eithvað. En aðalatriðið var að taumurinn var „óþekkur“ og lagðist ekki beint út. Kastarinn var í vandræðum að leggja línuna og tauminn beint út. Hann hafði enga stjórn á taumnum og flugunni og tókst aldrei að leggja út línuna, tauminn og fluguna í beina línu. Við höfum öll verið í svona aðstæðum einhvern tíma á ferlinum.
Ég fór að skoða búnaðinn sem notaður var. Stöngin var gömul #9 Sage II sem er afbragð þótt roskin sé. Línan var alveg ný og af réttri gerð #9 gæðalína - ekki vandamál. Taumurinn reyndist vera 12 feta langur hnýttur saman úr taumefni og línuendi taumsins 0.024 tommur. Flugan sem notuð var reyndist vera mjög þung straumfluga.

Taumlengdin
Langir taumar (10 fet og meira) verða iðulega fyrir valinu hjá leiðsögumönnum og reyndum veiðimönnum og þeir mæla með notkun þeirra. En það er miklu erfiðara að kasta löngum taumum og því erfiðara sem lengri þeir eru. Þá á ég við að það er erfitt að leggja þá beint út (e. turn over). Afburða kastarar hafa alveg gleymt að byrjendur lenda í basli með langa tauma og ekki hjálpar ef einnig þarf að kljást við vindinn og mjög þunga flugu. Taumurinn sem notaður er verður að virka fyrir kastarann, og það er tilgangslaust að nota taum ef ekki tekst að leggja hann út beint. Þú ert betur kominn með styttri taum sem þú kastar vel. Jafnvel þótt betra þyki að hafa lengri taum, ef kastarinn getur ekki kastað honum, þá er það ekki rétti taumurinn.


Svona upplýsingar þurfa að fylgja með taumum. Framleiðendur gefa þessar upplýsingar af því að þær skipta máli. Auðvitað kíkja allir á lengd og styrk og skilja það. "Tippet diameter" - það gefur auga leiða að 20 punda taumefni er óhentugt fyrir smáu Frances þríkrækjuna að ofan - það er skiljanlegt. "Butt diameter" - sverleiki bakenda taumsins þarf að vera í hlutfalli við enda flugulínunnar. Taumurinn er framhald flugulínunnar og þykkt bakenda hans þarf að vera u.þ.b. 70% af þykkt flugulínunnar til að flytja orkuna frá flugulínunni í tauminn á ákjósanlega hátt. Það hnýtir engin örþunnan 3 punda taum á línu #12.
Þykkt taumsins
„Bonefish“ lína #9 er með enda sem er 0.040 tommu í þvermáli. Við vitum að línuendi taumsins þarf að hafa svipaðan massa og það gerist ef við höfum enda taumsins 70% af þvermáli enda línunnar. Reiknum: 0.040 x 0.7 = 0.028 tommur væri ákjósanlegt þvermál taumsins. Taumurinn sem var notaður var var 0.024 tommur sem er ekki ákjósanlegt en ekki hræðilegt. Fyrir besta flæði orku frá línu til taums þá þurfa massar þeirra að vera eins. Því lengri sem taumurinn er því mikilvægara er að taumendinn sé nógu þungur.
Þung fluga
Við vitum að þung fluga getur „slegið“ (e. kick) þegar henni er kastað. Þungar flugur eru venjulega stórar líka og loftmótstaða því talsverð. Við þessar aðstæður er betra að nota minni og léttari flugu.
Geta kastarans
Margir kastarar geta hent hverju sem er – langir taumar með stórum flugum ekkert vandamál. Byrjendur geta það ekki. Við verðum að ráðleggja á grundvelli getu kastarans.
Ráðlegging fyrir byrjendur
Kaupið tilbúna tauma og gleymið ráðum sérfræðinga, þeir geta hnýtt sína eigin tauma, en það þarf reynslu til að gera það. Tilbúnir taumar eru nú gæðavara og þar með eru færri hnútar á taumnum (það tekur tíma að læra að hnýta trausta hnúta). Veitið athygli hvert þvermál þykka enda taumsins er. Mjög margir veiðimenn nota of granna taumenda við línuna. Ef þú getur ekki lagt út tauminn beint - þá er hann of langur og/eða flugan of þung og/eða stór fyrir þína kasttækni. Þú ert í leiknum með 9 feta taum og óskaflugu sem þú getur lagt út beint – en ekki ef þú ert með 12 feta taum sem lendir eins og fuglshreiður.
Kastgeta þín er eins og hún er (en vonandi batnandi) á sérhverjum tíma þ.e.a.s. ekki breyta, en lengd taumsins, þykkt taumendans og flugan eru breytileg til að ná settum mörkum. Óþarfi er að valda sjálfur skaða eða óþvinguðum villum. Þetta er nógu erfitt án þess.








Comments