top of page

STÉLBUGUR – ÓJÖFN BEITING Á AFLI - Stélbugur no. 4

  • Writer: Jonas Magnusson
    Jonas Magnusson
  • Aug 13
  • 1 min read

Stélbugur (e. tailing loop) er bugur sem myndast þegar ferli topplykkjunar verður íhvolft (fer undir beina línu) og efri/flugu leggur línunnar dýfir sér og krossar neðri legginn tvisvar.

ree

Til þess að koma í veg fyrir stélbug (e. tailing loop) þá þarf stangartoppurinn að hreyfast í beinni línu. Til að fá beina línu þá verður stöngin að svigna. Sveigjan í stönginni er svar við massanum utan topplykkjunar (e. the carry) og aflinu sem við notum til að hreyfa stöngina. Við byrjum frá kyrrstöðu og hröðum (e. accelerate) stönginni mjúklega/jafnt og þverstoppum síðan stöngina. Þannig að hraði stangartoppsins eykst línulega og er mestur rétt fyrir þverstoppið. Ég get ekki áréttað of oft hversu miklvægt það er að hreyfa stöngina mjúklega/jafnt og stoppa hana síðan snögglega.

  

Topplykkja fer beina línu.                 Afli beitt mjúklega og jafnt.     
Topplykkja fer beina línu.                 Afli beitt mjúklega og jafnt.     

Hér fyrir neðan er aflinu ekki beitt mjúklega og topplykkjan fer ekki í beinni línu.


ree

Í stuttu máli - fyrst of hægt, síðan of hratt.



Comments


© 2023 by Every Jonah Has a Whale. Proudly created with Wix

bottom of page