top of page

Stélbugur no 1

  • Writer: Jonas Magnusson
    Jonas Magnusson
  • Jul 31
  • 2 min read

Updated: Aug 1

Þegar ég byrjað að kasta flugu þá tók ég eftir því að einfaldir hnútar skutu upp kollinum á taumnum og taumefninu hjá mér. Í fyrstu skildi ég hvorki ókosti þess að hafa svona hnúta né hvernig þeir mynduðust. Sum loka köst litu stundum út eins og fuglshreiður.


Stélbugur (e. tailing loop) er bugur sem myndast þegar ferli topplykkjunar verður íhvolft (fer undir beina línu) og efri leggur línunnar dýfir sér og krossar neðri legginn tvisvar. Orsök vindhnúta er að ferill topplykjunnaar tekur dýfu niður á við í framkasti.

Stélbugur (e. tailing loop)
Stélbugur (e. tailing loop)

Einfaldur hnútur á taum eða taumefni mun veikja girnið umtalsvert (sumir segja um helming). Og já ég komst að þessu á erfiða mátann. Ef þú finnur svona hnúta á taumnum fjarlægðu þá umsvifalaust. Ef ekki þá muntu missa stóran fisk – þitt val. Þessir hnútar eru kallaðir vindhnútar. Nei – vindurinn er ekki orsökin – þú ert orsökin. Hinsvegar, þá framleiðir þú ef til vill fleiri hnúta í vindi.


Ég hafði enga hugmynd um hvers vegna þessir skrattar mynduðust. En ég skildi að þeir tengdust köstunum á einhvern hátt. Ég viðurkenni fúslega að í byrjun þá líktust köstin ef til vill Picasso geitinni og mig grunaði að eitthvað samband væri þar. Það hefur tekið mig  árabil að skilja hvers vegna hnútarnir myndast og jafnvel lengri tíma til að skilja hvernig það gerist.


Geit Picassos
Geit Picassos

Þessir hnútar myndast þegar þú kastar stélbug. Stélbugur (e. tailing loop) er bugur sem myndast þegar ferli topplykkjunar verður íhvolft (fer undir beina línu) og efri leggur línunnar dýfir sér og krossar neðri legginn tvisvar.


Þú sérð dýfuna í fluguleggnum og oft leggst ekki línan út og kastið endar í hrúgu og þar hefurðu stélbuginn. Það er algerlega ómögulegt að sjá ferill topplykkjunnar vegna hraðans sem er á stangartoppnum. Hægt kast hreyfir stangartoppinn 20 metra á sekúndu.  Kvikmynd tekin á miklum hraða (síðan skoðuð hægt) er nauðsynleg til að sýna fram á dýfuna sem topplykkjan tekur þegar við köstum stélbugi og dýfan er alltaf til staðar við stélbug hvernig sem við fáum hann (þrjár meginástæður). Ef við veitum flugulegg línunar athygli þá getum við óbeint ályktað hvernig ferill topplykkjunar var. Kúptur fluguleggur segir okkur að topplykkjuferillinn var kúptur – beinn fluguleggur ber vitni um beinan feril topplykkjunnar  og stélbugur er vísbending um dýfu í ferli topplykkjunnar. Því er afar mikilvægt að veita lögun toppleggsins athygli.


Þannig að það er fremur einfalt að skilja tilurð stélbuganna – stélbugar myndast þegar topplykkjuferillinn tekur dýfu undir beina línu. Það er hinsvegar erfitt að forðast þá og allir kasta þeim við og við.


Hvernig verður dýfa topplykkjuferilsins til? Þrjá aðalástæður liggja þar að baki.


  1. Kastboginn er of þröngur fyrir sveigjuna á stönginni   

    (e. casting arc too narrow for the bend in the rod).


  1. Skrið                                                                                

    (e. creep).


  1. Ójöfn beiting á afli                                                            

    (e. Inappropiate applicaton of power).


Comments


© 2023 by Every Jonah Has a Whale. Proudly created with Wix

bottom of page