top of page

STÉLABUGUR - VEGNA SKRIÐS - Stélbugur no. 3

  • Writer: Jonas Magnusson
    Jonas Magnusson
  • Aug 7
  • 1 min read

Skrið (e. creep) er aðalástæðan fyrir stélbug. Skriðið á sér venjulega stað í pásunni eftir  bakkastið. Hendin byrjar of snemma að snúa stangartoppnum fram, áður en línan er orðin bein fyrir aftan þig. Þetta minnkar kastbogann sem nú er of smár fyrir sveigjuna i stönginni og nú þarf að taka á því og ferill topplykkjunnar tekur dýfu.


ree


Einfaldasta ráðlegging sem ég hef til að forðast þessa villu er - „horfðu á bakkastið - ertu heyrnarlaus?“. Sjónræn vísbending er að byrja framkastið þegar línan er bein fyrir aftan þig en taumurinn ekki. Önnur leið er að kenna kastaranum að reka (e. drift). Sjá kafla um rek sem mun birtast síðar.


ree

Bara að bíða og horfa og hreyfa ekki stöngina fyrr en línan og taumurinn eru í NÚNA stöðunni.


Comments


© 2023 by Every Jonah Has a Whale. Proudly created with Wix

bottom of page