top of page

KASTSTEFNA (e. casting trajectory)

  • Writer: Jonas Magnusson
    Jonas Magnusson
  • Sep 17
  • 1 min read

Byrjendum er kennt að falsk kasta á sléttu grasi og kaststefnan verður auðvitað samsíða jörðinni. Svona er kastað í sífellu og verður sjálfgefið að kasta á þennan hátt framvegis. Þegar þú ert að veiða þá er þetta óþvinguð villa. Þegar kastað er svona beint og samsíða yfirborði þá mun línan og taumurinn leggjast út nokkrum fetum fyrir ofan yfirborðið. Það tekur tíma fyrir fluguna að falla að yfirborði (tæplega 10m/sekúndu2) og vindurinn fær tíma til að blása fluguna frá fyrirhuguðum lendingarstað. Kastið getur ekki verið nákvæmt þegar svona er kastað.


ree

Þegar miðað er á ákveðin stað á vatni fyrir framan þá verður að halla kaststefnunni niður á við. Bakkst á að vera 180 gráður gagnstætt fyrirhuguðu framkasti og því verður kaststefna bakkastsins að vera upp á við.

Því verður kaststefnan að vera bein og 180 gráðu reglan að vera virt. Þannig að nú lítur kastið út svona.


ree

Veldu punkt á yfirborðinu þar sem flugan á að fara. Ímyndaðu þér beina línu frá þessum punkti að stangartoppnum og nú verður bakkastið að fylgja þessari beinu línu upp og aftur. Lína og taumur réttast rétt ofan vatnsborðs og vindurinn hefur minni tíma til að blása flugunni af leið. Kaststefnan verður síðan flatari þegar punkturinn sem kastað er til fjarlægist og brattari þegar punkturinn nálgast. Þegar þú hefur lært þetta þá hefur þú einnig lært að kasta á móti vindi (vindur - kemur fljótlega).

Comments


© 2023 by Every Jonah Has a Whale. Proudly created with Wix

bottom of page