KASTBOGINN OF ÞRÖNGUR FYRIR SVEIGJUNA Á STÖNGINNI - Stélbugur no. 2
- Jonas Magnusson
- Jul 31
- 1 min read
Updated: Aug 1
(e. casting arc too narrow for the bend in the rod).
STÉLBUGUR Í SÍÐASTA FRAMKASTINU
Þú ert að veiða og kastar bara nokkuð vel. Asskoti, er mögulegt að þessi kastkennsla Jónasar sé að virka (auðvitað virka þær)? Skyndilega eru uppítökur fyrir framan þig u.þ.b. 50 fet og þú falsk kastar nokkrum sinnum (flestir ofgera). Þú hefur góða stjórn á línunni og nú læturðu vaða. Allt virðist vera fullkomið en nú birtist stélbugurinn árans þrjóturinn og taumurinn lendir í hrúgu og fiskarnir hverfa. Hefurðu lent í þessu? Auðvitað – allir kastarar hafa gert þetta og margir oft. Af og til kasta allir stélbug.
Hér er líklegasta skýringin. Þú falsk kastar með sömu línulengd (sami massi) og allt er í lagi. Kasthornið er fínt og ferill topplykkjunar er beinn vegna þess að stöngin svignar rétt. Við lokakastið notar þú meira afl en sama kasthorn og stangartoppurinn tekur dýfu. Þú getur endað með stélbug á marga vegu en topplykkjuferillinn tekur alltaf dýfu.

Koma má í veg fyrir þessa niðurstöðu á tvo vegu. Í fyrsta lagi ekki bæta við afli við lokakastið -– Berta er að kasta eins og skjóta línunni. Í öðru lagi ef þú bætir við afli þá þarftu að opna kasthornið þannig að topplykkjan fari beint.
Comments