HVERNIG KASTA MÁ ÞUNGRI FLUGU
- Jonas Magnusson
- Jul 23
- 1 min read
Updated: Jul 29
Nothæf lína – góð fyrir stóra þunga flugu
Stundum bara verðum við að nota stóra og þunga flugu hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við vitum að þetta verður strögl – svo hvað skal gera?
Ég myndi velta fyrir mér að nota línu sem hefur glæran enda, um 5-10 fet. Slíkir endar eru hægsökkvandi. Stór og þung fluga drekir strax enda flotlínu hvort sem er þannig að línurnar (hægsökkvandi eða fljótandi) verða mjög svipaðar að veiða. Ávinningurinn af glæra endanum er að nú má nota mun styttri taum. Endi línunnar er glær og við að nota hana bætist nú við t.d. 3 fet af taumefni. Þessi lína (mynd) hefur fremur stuttan haus og er yfirþyngd (0.75 línuþyngd). Slík lína með stuttum taum hefur þungann til að ráða við stóra og þunga flugu.
Þessi lína er SA's Grand Slam Clear Tip en eflaust má finna fleiri hægsökkvandi línur með stuttum glærum enda.


Comments