FLUGUKAST - HVERNIG ÞAÐ VIRKAR
- Jonas Magnusson
- Dec 16, 2025
- 2 min read

Þegar flugulínu er kastað hefur hún minnsta loftmótstöðu þegar hún er bein á flugi.

Fluguleggur línunnar hreyfist hratt en stangarleggurinn sem tengist topplykkju er kyrr. Oddur myndast á bugnum þar sem stangarleggur og fluguleggur mætast. Fluguleggurinn færist yfir topplykkjuna og myndar oddinn á bugnum. Staðsetning oddsinns er mikilvæg en því hærri sem hann er því betra (meira seinna).

Á myndinni að ofan má sjá formið sem við reynum að ná á flugulínuna. Beini fluguleggurinn er mikilvægastur. Tvennt þarf til að svona form myndist við flugukast:
1. Beinn fluguleggur myndast þegar hröðun snúnings stangarinnar er mjúk og stöðug.
2. Oddhvass bugur myndast þegar stöngin er stöðvuð hátt og skyndilega.
1. Hvað þýðir „hröðun snúnings stangarinnar er mjúk og stöðug“? Toppur stangarinnar er efst á myndinni og handfangið neðst. Frá kyrrstöðu í punkti A á myndinni hér að neðan færum við stöngina að punkti B. Hröðunin er stöðug og hraðinn verður því mestur þegar stöngin er snarstoppuð við punkt B. Sama gildir þegar kastað er frá B til A enda eru köstin samhverf. Hraðaaukningin þarf að vera mjúk og línuleg.

2. Stangartoppurinn sem hreyfist frá A til B fer í beinni línu vegna þess að stöngin svignar. Ef stöngin svignar ekki þá verður ferill topplykkjunnar hvelfdur og fluguleggurinn verður ekki beinn. Þegar stöngin er komin að punkti B þá er hún bein (RSP e. rod straight position) og fluguleggurinn færist yfir topplykkjuna og bugurinn myndast. Stangartoppurinn fer framhjá RSP vegna skriðþunga (e. momentum) og svignar niður á við en hrekkur til baka til B. Ferill stangartoppsins eftir kaststrokuna (A til B) ræður staðsetningu oddsins.

Loftmótstaða. Tvenns konar loftmótstaða hefur áhrif á ferð línunnar.
Yfirborðsviðnám (e. skin drag) er þegar loft hreyfist samhliða yfirborði línunnar. Hefur ekki mikla þýðingu enda getum við ekki breytt því.
Lögunarviðnám (e. form drag) kemur af lögun línunnar þegar loftið flæðir í kringum hana. Lögunarviðnámið hefur miklu meiri áhrif á línuna en yfirborðsviðnámið.
Lykillinn að skilvirku kasti er að lágmarka lögunarviðnám fluguleggsins. Stærð bugsins er ekki eins mikilvæg og beini fluguleggurinn. Fluguleggurinn hreyfist en stangarleggurinn er kyrr þannig að staðsetning hans er ekki mikilvæg. Hins vegar er staðsetning oddsins afar mikilvæg. Eftir að línan er farin fram hjá oddinum þá er hún hreyfingarlaus þannig að línan sem snýst yfir að oddinum verður fyrir lögunarviðnáminu.
Bugirnir þrír að neðan eru séðir frá hlið en rauðu línurnar eru sá partur flugulínunnar sem lögunarviðnámið hefur áhrif á.

Hér er séð framan á buginn (ofan) sem kemur að lesanda. Rauði parturinn er toppleggurinn sem kemur að okkur og finnur fyrir loftmótstöðunni (lögunarviðnám) en blái parturinn er stangarleggurinn sem ekki hreyfist .
Af myndinni má sjá að efsti bugurinn hefur minnsta lögunarviðnámið (eða loftmótstöðu).
Toppleggurinn er beinn hreyfist hratt og hefur loftviðnám (lögunar-).
Séð frá hlið Séð framan á buginn




Stangarleggurinn er kyrrstæður - ekki viðnám.
Nú er auðsætt að staðsetning oddsins er mikilvæg fyrir kastið.









Comments