AÐ KASTA ÞUNGRI FLUGU
- Jonas Magnusson
- Oct 15
- 2 min read
„Hvers vegna get ég ekki kastað þessum Clouser?“ – er spurning sem ég oft fæ en Clouser er þyngd saltfluga. „Ég nota #8 stöng og #8 línu og hef enga stjórn á flugunni“. Clouser er straumfluga og hefur augu sem oftlega eru úr blýi og getur því verið mjög þung. Allir flugukstarar hafa reynslu af þessum vanda á þroskaferli sínum.
Til að skoða málið þarf fyrst að velta fyrir sér úbúnaði og skoða hann.
Stöngin
Auðvitað notum við bara það sem við höfum en mjúkar stangir eru ekki hjálplegar.
Flugulínan
Þyngd flugulínunnar verður að passa þyngd flugunnar. Þar af leiðir að línan gæti einfaldlega verið of létt fyrir fluguna og er það iðulega (Occam’s razor). Hvernig er flugulínan hönnuð? Við viljum ekki flugulínu með löngum frammjókkandi enda. Aðalatriðið er að fluga sem er mjög þung og/eða með mikla loftmótstöðu krefst umtalsverðar togkrafts. Besta aðferðin til að ná því er með þungri línu. Frammjókkandi endinn verður að vera kraftmikill (stuttur og/eða þungur endi) til að halda eins mikilli orku orku til að leggja út þunga flugu. Massa prófíll línu hausins er hagstæður þegar meiri massi er fremst i hausnum.
Línu haus getur verið með sama massann alla leið -

en stundum er massanum ýtt fremst í hausinn. Svona lína er best fyrir þungar flugur.

Taumurinn
Taumurinn tekur við orku frá línunni og flytur til flugunnar. Til að það gerist á bestan hátt þarf massi línuendanns og massi línuenda taumsins að vera sá sami. Línu endi taumsins þarf því að vera nógu þykkur (meiri massi). Taumlengdin gæti einnig verið of löng og er það mjög oft. Taumurinn þarf að hafa nægan massa og vera nægjanlega stuttur til að leggja út þunga flugu (e. turn over). Ef taumurinn er of langur þá er ekki nægjanleg orka í taumnum til að leggja út þá flugu. Styttri taumur er betur til þess fallinn.
Kasttæknin
Vegna massans þá er skriðþungi þungrar flugu umtalsverður þegar hefðbundinni kasttækni er beitt. Flugan mun „slá“ (e. kick) við snöggt stopp. Skriðþungi hennar veldur því að hún „hoppar“ (e. bounces) og slaki myndast í línunni. Nú verður afar torvelt jafnvel ómögulegt að fá bein köst. Slakinn í kerfinu verður til þess að við missum stjórn á línunni. Það er erfitt/ómögulegt að kasta línu með miklum slaka. Torvelt verður að hlaða stöngina og hröðun línunnar verður lítil vegna þess að hún er ekki bein. Flugan hreyfist ekki fyrr en slakinn er farinn og nú er kastboginn minnkaður. Þegar þung fluga er á taumendanum margfaldast vandinn. Þegar kaststrokan hefst þá verður línan og taumurinn að vera eins bein og mögulegt er.
Ef við stoppum ekki línuna þá má koma í veg fyrir „sláttinn“ í flugunni. Það má gera með því að nota sporöskjulaga ferli fyrir fluguna í bakkasti og halda stöðugri spennu á flugunni. Þetta má gera með því að kasta flugunni lárétt aftur á við, og í stað þess að kasta beint aftur, þá lyftum við stangartoppinum upp og sveiflum flugunni upp á við. Síðan hefst framkastið. Þessi aðferð er kölluð „Belgískt“ kast eða „stöðug spenna“ kast (e. constant tension cast)







Comments